send link to app

Í Talnalandi


4.6 ( 3536 ratings )
교육
개발자: Hafdis Finnbogadottir
2.99 USD

Í leiknum AFMÆLI Í TALNALANDI er áhersla lögð á hugtaka- og talnaskilning. Jafnframt er lagður grunnur að talnaskráningu (1-9), talnalæsi og unnið með form. Öll fyrirmæli eru lesin.
Í leiknum eru átta verkefni sem börnin þurfa að leysa til þess að koma aðalpersónunni, Palla páfagauk í afmæli vinkonu sinnar. Verkefnin birtast eitt af öðru þegar leikurinn er spilaður í heild en einnig er hægt að velja tiltekin verkefni beint frá yfirlitsmyndinni með því að smella á þau. Verkefnin eru merkt A-E og auk þess eru þrjú talnaskriftarverkefni við götuvita.
Verkefni A – hugtakaskilningur (langur – stuttur)
Þrjú viðfangsefni þar sem fígúrum er raðað á palla eftir lengd. Í lokin er smellt á ör til þess að halda áfram.
Verkefni B – jafn margir og talning
Hér eru átta viðfangsefni þar sem para á saman jafn marga. Fyrir hvert rétt verkefni birtist draugur í súlu til hliðar. Eftir tvær rangar tilraunir birtist nýtt viðfangsefni. Í lokin er sagt hvað tókst að leysa mörg verkefni rétt. Smellt er á ör til þess að halda áfram.
Verkefni C – form
Verkefnið byggist á að draga rétt form í réttri stærð á réttan stað.
Verkefni D – tölustafur og fjöldi
Hér á að para saman tölustaf og fjölda. Draugum er safnað fyrir hvert rétt verkefni.
Verkefni E – flokkun, súlurit og talning
Flokka á blöðrur eftir litum inn í súlur. Það er gert með því að draga þær á réttan stað en fjöldi blaðra í hverri súlu birtist efst. Hér eru viðfangsefnin sex og að þeim loknum þarf að smella á örina til að komst á leiðarenda, í afmæli Pálu.
Talnaskrift við götuvita
Við hvern götuvita á að skrifa þrjá tölustafi (1-3, 4-6 og 7-9). Í hverjum tölustaf er ör sem sýnir hvar á að byrja að draga til stafs.